12.10.07

það er svo sniðugt hvernig misjafnir siðir í heiminum birtast.
Það er hérna fólk af ýmsu þjóðerni sem þarf hjálp við ýmislegt og það er fínt. Ég á að hjálpa fólki við að finna upplýsingar og greinar og allt þannig, en mér finnst skrýtið þegar verið er að biðja mig um að ljósrita og skanna inn blöð, og þá ekki vegna þess að fólkið veit ekki hvernig á að fara að því ( reyndar nokkrir sem ekki kunnu það líka) heldur vegna þess þau eru vön því að vera þjónustuð með alla svona hluti. Ekkert ríkt fólk á okkar mælikvarða, en í þeirra heimalandi er heil undirstétt fólks sem gerir allt þetta sem Íslendingar eru vanir að gera sjálfir, þvo þvott, fara á pósthús, kaupa inn, ljósrita og sendast. Svo hér er á ferðinni ósköp venjulegt fólk sem er í raun ósjálfbarga með beisik hluti.

Já og ég ljósrita ekki fyrir þau heldur kenni þeim á vélina sem þurfa og allir gera sjálfir

Engin ummæli: