14.11.07

svona til að útskýra þetta betur þá er H í 9 bekk en ætti að vera í 10 ( fæddur 92)
hann fær ekkert út úr kennslunni, hann er samt í sérkennslu og alles, hann bara græðir ekkert á því.

kennaranum finnst að betra væri að hann færi í einhvern af þessum menntaskólum sem hafa brautir fyrir svona unglinga með þroskaraskanir og slíkt, líklega veit hún hvað hún syngur

hvað hann sjálfan varðar þá langar hann að verða frægur kvikmyndaleiktjóri, svona helst strax..á morgun..án þess að fara í skóla eða vinna fyrst

1 ummæli:

Sigga sagði...

Starfsbrautirnar bjóða uppá hið klassíska ,,einstaklingsmiða nám" svo það myndi líklegast henta honum best. Ég hef heyrt að Borgarholtsskóli sé með æði starfsbraut og FB í öðru sæti, á þess að ég viti nokkuð meira um það.
Er í boði fyrir hann að fara næsta haust í framhaldsskóla?
Ég myndi kjósa skóla áfram fyrir hann, því hvað er annað í boði?
Verndaður vinnustaður næstu 40 árin?
Þau styttast um 4 ef hann heldur áfram í skólanum næstu ár.
Trist en satt.

En svo er aldrei að vita nema ég breyti heiminum þegar ég verð orðin þroskaþjálfi...
Sjáum til.

Allavega, stay in school,
it´s cool.