14.11.07

það var erfitt að hlusta á kennara stráksins áðan, hún vill meina að hann hafi ekkert að gera í skólanum og eigi að hætta í vor...þetta er alveg tilganslaust puð þarna, eins gott að koma honum eitthvað annað.

en hvert?
Hörður í menntaskóla á næsta ári?
Hann sem er bara lítill strákur inní sér og veit ekki neitt um neitt, getur ekki lært eða tileinkað sér neitt nema hann hafi brennandi áhuga á því ( sem þýðir að hann væri góður í að horfa á bíómyndir og tala um leikara allan daginn, býður einhver skóli uppá það?)

Eða Hörður að vinna?
Hann skilur alls ekki hvernig það virkar, að mæta einhverstaðar og gera eitthvað leiðinlegt dag eftir dag er honur algerlega ofviða.
Örorkan?

Frekar krípí að þurfa að taka afstöðu til þess núna..

5 ummæli:

Erna sagði...

Ohhhhh... það er svo fúlt hvað það virðast fá úrræði fyrir fólk eins og Hörð á Íslandi. Og kennarar verða þreyttir því þeir hafa ekki nógan stuðning og stinga upp á því að krakkar hætti. Einföld lausn fyrir kennarann, eða hvað?

Erna sagði...

Ohhhhh... það er svo fúlt hvað það virðast fá úrræði fyrir fólk eins og Hörð á Íslandi. Og kennarar verða þreyttir því þeir hafa ekki nógan stuðning og stinga upp á því að krakkar hætti. Einföld lausn fyrir kennarann, eða hvað?

Helga Lilja sagði...

hmmm já þetta er snúið

hún var allavega hreinskilin, sagði að hann eyddi tíma sínum í skólanum í ekki neitt, og það er ekki af því að ekki sé reynt að troða einhverju í hann,heldur af því að hann tekur bara ekki við neinu

Sigga sagði...

Hvaða... hvurslags kennari er þetta?
Og hvurs lags skóli er þetta?
Hvað er Hörður gamall?
Hvaða hvurslags hvaða?

Fríða sagði...

Ég er farin í gömlu vinnuna mína aftur!!! það er sko fullt að gera fyrir skólasálfræðinga. Krakkar eins og Hörður eiga að fá pláss eins og allir aðrir. Og ég ætla að vinna í því. Hvar erum við eiginlega stödd ef svona fínir krakkar eiga hvergi heima?