20.12.07

2 days in the life of Helga
dagurinn í gær var fáránlegur, ég mætti í vinnuna og fékk inná borð hjá mér verkefni með skilaboðunum ; klára fyrir áramót...uhh..einmitt. Svo ætlaði ég að ná í pening til ömmu krakkana en hún sagði að ég gæti komi seinna, ég rýk svo af stað um 2 leitið og ætla að sækja mat og annað í hús fyrir ofan hlemm, nema hvað að þegar ég stoppa þar þá sé að það er sprungið á bílnum. Ég lít upp og sé að þarna við hliðina er dekkjaverkstæði, mjög hentugt og ég fer inn og bið þá að setja bara nýtt vetradekk í staðinn því að sprungna dekkið var hvort eð er svo lélegt. Kallin segir..; er bíllinn framhjóladrifinn?, og já hann er það, ; nú þá verður að skipta líka hinu meginn..ekki hægt að vera með ólík dekk þarna að framan. Og mér leið einsog algjörum sauð, en já já ok segi ég og ætla að ná í bílinn seinna því ég var ekki með neinn pening fyrir þessu. Er með batteríslausan síma, man að hleðslutækið er heima hjá kærastanum, labba þangað, hann er sofandi og kemur ekki til dyra, ég lem á gluggan þangað til hann ansar. Svo labba ég aftur í vinnuna, missi af matnum sem ég ætlaði að sækja, hringi í pabba til að fá pening fyrir nýju dekkjunum, hann samþykkir það en kann ekki að millifæra í tölvu. Hringingar á mill verkstæðis og mín til að borga, svo labba ég að ná í bíl, fer til ömmunar en hún var þá ekki með neitt af því sem ég átti að sækja, keyri heim og strákurinn pirrast. Svo kom stelpan og heimtaði samverustund, já það ÁTTI sko að baka Dorritos og sósu og horfa á mynd! Ekkert hægt að bakka með það svo ég gerði það þó að ég hefði heldur viljað leggja mig. Og þvottavélin sem ég er með er svo biluð að hún stoppar alltaf áður en hún vindur og ég þarf að standa yfir henni til að hún klári. Mjög gaman í gær semsagt...
Og ég át alla jólagjöfina frá vinnustaðnum á 10 mín. Konfekt uppá 2000 kall takk fyrir..svona dagur var þetta


En í dag var þetta betra, bíllin allt annar á nýjum dekkjum í balans, ég sendi af mér 2 verk sem beðið var eftir, ég gat sótt matinn og allt sem því fylgir og nú ætla ég að prenta út skammarbréf til þeirra sem henda pappakössum í ruslarennuna heima.

komin tími til að vera leiðinlega nágranninn..vííí

Engin ummæli: