28.12.07

Kínversku konunni fannst íslensku kínarúllurnar stórhlægilegar, alltof stórar og mjúkar. En henni fannst þær góðar og sagði okkur frá flugeldasýningum sem tíðkast í Kína á vorin, þar sem sérþjálfaðir flugeldasýningameistarar aldir upp í flugeldaæfingabúðum, halda kontróllaðar sýningar sem almúginn þarf að borga sig inná. Jú og almúginn má kaupa sér smávegis af flugeldum og sprengja heima þessa viku sem vorhátíðin er, en bara smá og ekki þá flottustu.
Á gamlárskvöldi hérlendis mun hún líklega sjá meira magn af flugeldum framleiddum í heimalandi sínu sprengda en nokkru sinni fyrr ( eða síðar)

1 ummæli:

spritti sagði...

Ég held að gámlárskvöld sé hvergi skemmtilegra en á íslandi fyrir skotglaða einstaklinga.