7.2.08

það að eiga mömmu sem er að hverfa á braut inní heim minnisleysis hefur margvíslegar afleiðingar.
Allt er það erfitt en nú hefur hveitibrauð nokkuð orðið hjá mér samnefnari fyrir allt það sem mamma gat en getur ekki lengur.
Og ég er líka með samviskubit vegna alls þess sem ég lærði aldrei af mömmu, öll handavinnan og baksturinn og föndrið og allt þetta sem hún var svo mikið góð í en ég gat aldrei eða spáði aldrei í að tileinka mér.
Það eina sem ég get gert núna og hef gert í vetur er að geyma uppskriftabækur mömmu og baka eitthvað uppúr þeim stundum.
En hveitibrauðið sem mamma bakaði alltaf á jólunum...það var týnt, við fundum enga uppskrift og mamma gat ekki sagt okkur hvernig hún hafði gert það því að hún hafði bakað eftir minni, og minnið er jú að fara/farið.

Söknuður okkar systkinana eftir þessu brauði hefur verið sannur og jólin hafa svei mér þá ekki verið söm og áður þessi ár sem brauðið hefur vantað.

En nú er jólunum okkar borgið því að vegna keðjuverkunar sem hófst á því að Heiðveig frænka mín spurði Ellu
frænku mína um uppskrift að brauði sem mamma hennar bakaði líka hér áður, þá fann Ella brauðuppskriftina í bók sem er merkt " frá Dóru"..semsagt mömmu minni og ég las þessa uppskrift og lét systkini mín vita og Dórótheu frænku sem ætlar að baka þetta á laugardaginn og ..og..já hvílíkar tilfinningar tengdar einu brauði..

en það er táknrænt þetta brauð, táknrænt fyrir mömmu mína

1 ummæli:

ella sagði...

Mikið er þetta indælt. Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja fólk. Seinast í gær var ég ásamt mömmu og fleirum að stússa í fatamálum Laufáshópsins sem Inga tók alltaf þátt í með okkur. Mér varð að orði: Oo mig vantar svo Ingu, hún veit hvernig þetta á að vera.