26.3.08

ég og kanínan erum að horfa á sjónvarpið.
ekki veit ég hvar gelgjurnar eru, ágætt reyndar að anda aðeins, heiðna fermingargelgjan er on fire þessa dagana
núna vill hún neglur, förðun, aflita hárið, andlitsbað, plokkun, klippingu, vöxun...held hún sé lost cause barnið, ofurseld staðalmyndinni um ...um...eitthvað..kven...gellu...lúkk

5 ummæli:

ÞG sagði...

Andskotinn. Geturðu ekki farið með hana í eitthvað femínistahippasumarbúðahópefli þar sem hún verður heilaþvegin? Hvað með það sem var í gangi þegar við vorum litlar, Femö eða Greenham Common? Er ekkert svoleiðis til lengur? Spurning um að starta einhverju radikal femínistahópefli í Viðey? Mér sýnist allavega ekki veit af.

Helga Lilja sagði...

heheh...samt er hún feministi og allt, en er þetta ekki málið í dag, femmar mega líta út eins og gellur og hvað veit ég...

ÞG sagði...

Í síðustu viku var ég í biðröð í ríkinu og fyrir framan mig voru tvær tvítugar stúlkur. Önnur réttir fram hönd (sem er mjög falleg hönd á ungri stúlku) og segir við hina: "Ég verð að fara að fá mér neglur. Mér líður eins og fáránlegum smákrakka að vera svona."
Hún var sem sé ekki með álímdar neglur heldur bara sínar eigin og leið eins og fáránlegum smákrakka.

Helga Lilja sagði...

æ knó...geðbilun

ella blogcentral.is/tumsa sagði...

Híhí. Ég er alveg einbeitt að líta út eins og fáránlegur smákrakki til æfiloka. Bjartar framtíðarhorfur fyrir umhverfi mitt.