14.3.08

um daginn var ég beðin um að útvega franska skýrslu sem líklega aldrei var skrifuð og örugglega ekki gefin út, um leiðangur sem hugsanlega var farinn og í honum mögulega fjarlægt hvalafóstur af manni sem kannski var dáinn þegar þessi atburður átti sér ( kannski ) stað árið 1892 við Ísland.

eins og gefur að skilja gat ég það ekki, en fann þó greinargerð skrifaða af viðkomandi frakka um leiðangur sem hann fór um Dýrafjörð árið á undan og finnst mér það bara vel af sér/mér vikið.

( það getur semsagt verið að einhverstaðar í kjallara nátturgripasafnsins í Frakklandi mari 106 ára gamalt fóstur úr Íslenskum hval, í krukku)

4 ummæli:

Erna Magnúsdóttir sagði...

það breytir náttla öllu að hvalurinn var Íslenskur. Örugglega með mjög stóru Íi. Átti hann íslenskt vegabréf?

Helga Lilja sagði...

það er nú það, ertu að efast um þjóðerni hvalsins?

allri fiskar og dýr á okkar landhelgi eru Íslendingar!

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg efni í íslenskann jackass þátt, einhverjir gaurar fara inn á náttúrugripasafnið í frakklandi á fölskum forsemdum og finna og éta 106 ára gamalt hvalsfóstur..

Valtýr/Elvis2

Helga Lilja sagði...

hehehe..en já þetta hefur potensjal í milliríkjadeilu held ég bara