9.4.08

nóvemberkaktusin blómgaðist hvítum blómum og svo snjóar nóvembersnjó

4 ummæli:

ÞG sagði...

Er þetta ekki bara páskakaktus? Þeir eru eiginlega eins og nóvemberkaktusar en blómstra í kringum páska. Og þetta er örugglega páskasnjór líka.

Ibba Sig. sagði...

Minn blómstrar bleiku bæði um jól og páska. Er þetta ekki jóla- og páskakaktus?

Helga Lilja sagði...

úffffff, ég veit EKKERT nánar um þennan kaktus.
blómin eru hvít og hann er nánast aldrei vökvaður greyið

ella blogcentral.is/tumsa sagði...

Páskakaktus er með stærstu liðina, Jólakaktusinn aðeins minni liði, Nóvemberkaktusinn er með liði á stærð við Jóla, en aðeins tennta, Hvítasunnukaktusinn er smágerður. þessir blómstra um það bil á þeim árstíma sem nafnið bendir til, en stundum beggja megin við skammdegið þegar birtutíminn er svipaður. Blómalitirnir á öllum gerðunum geta verið frá hvítu yfir í rautt. Ég er nýbúin að hitta Nóvemberkaktus sem var með bleik blóm. :-) þeim er öllum sameginlegt að þola vatnsleysi mánuðum saman.