31.5.08

fatlaða barnið mitt, hef ég sagt frá honum?
já það kemur fyrir, en kannski hef ég í gegnum tíðina aðallega skrifað um hann þegar hann hefur verið mjög erfiður.
Hann er mjög fjölbreytt persóna svona, með margar fínar greiningar.
Þetta byrjaði allt þegar hann var 3 ára með ADHD greiningu og núna fyrir 2 árum bættist asperger við safnið sem telur þá 4 eða 5 greiningar.

en þetta er ekkert grínagtugt og snýst ekki um greiningarnar, en það er víst betra að hafa þær uppá blessað kerfið. T.d færðist hann upp um þjónustuflokk við að fá aspergergreininguna, nú á hann rétt á allskyns einhverju sem hann gat ekki fengið áður....uhhmmm ..samt er hann nú alveg sama barnið og áður, ha?

Engin ummæli: