13.6.08

sonur: MAMMA!! playstation tölvan er biluð!!
ég: já er það, æj
s: HEYRIRÐU EKKI HVAÐ ÉG SAGÐI!!
ég: jú..ég kann ekki að laga playstation tölvur
s: GERÐU EITTHVAÐ!
ég: hvað?
s. þér er ALVEG SAMA!?
ég: nei ég get bara ekkert gert í þessu núna
s: þú veist hvað gerist?
ég. nei, hvað?
s: ÉG BRÝT ALLT OG HENDI ÖLLU!!!!
ég: það lagar ekki tölvuna
s: ef ég er ekki með playstation ÞÁ GET ÉG EKKERT GERT OG HUNDLEIÐIST OG AFHVERJU GERIR ÞÚ EKKERT#%//&%%/??!!

svona var gærdagurinn hjá mér, 3 símtöl öll svona og svo hélt hann áfram þegar ég kom heim.

svo er alltaf jafn magnað að þegar rennur af honum og hann vill fara að grínast eða spjalla þá skilur hann EKKERT í því að ég sé kannski soldið þreytt eða fúl, stundum byrjar fjörið þá allt uppá nýtt, hann HATAR mig og ég er VOND og svo framvegis

Engin ummæli: