9.7.08

ég er hissa á sumu, mér er alveg sama en ég er hissa á því t.d að á burger king eru allir matseðlar á ensku. sko bara á ensku, allt saman, ekkert á íslensku nema verðið.
ég er líka alltaf jafn hissa þegar ég fer í sund og sé hve margar konur fara ekki úr sundfötunum í sturtu, þetta er ekki lengur bara útlendingar heldur fullt af íslenskum konum sem þvo sér ekki án sundfata.
það er aldrei neitt sagt og enginn að passa uppá þetta, veit ekki...þetta er eitthvað að bögga mig.
svo er ég hissa á því að svotil allar vinkonur 13 ára dóttur minnar eru byrjaðar að reykja, bara svona 1,2 og 3.
mér er ekki sama um það, það getur verið erfitt að skera sig úr hópnum á þessum aldri. get ekki annað en vonað að mín standist þrýstingin.

og hér líkur tuði sumarsins, ég er annars bara í hangsi og stússi og að bíða eftir USA ferðinni.

2 ummæli:

ella sagði...

Ég er satt að segja líka steinhissa á þessum atriðum!

Unnur María sagði...

Ég sé aldrei neinn þvo sér í sundfötunum í Vesturbæjarlauginni og finnst þetta vægast sagt hljóma skrýtið. Í hvaða sundlaug ferð þú?