5.8.08

það er allt svo frábært, það gengur allt upp og allt er svo skemmtilegt.
ég vara bara í 2 vikur í sumarfríi þarna í júli og við gerðum ekki mikið, en ég druslaðist með unglingana í sumarbústað 1 nótt um helgina og að heilsa uppá Geysi og Samúel í Hjarðarlandi.
Hann og fjölskyldan búa þarnar þar sem mamma ólst upp og það er svo frábært að mega koma þarna og kíkja á kálfa og hund.
en heldur er það nú undarlegt að sjá húsið sem afi byggði núna, það er búið að selja það og breyta í sumarbústað...og það sem verra er, breyta nafninu á bænum.
ég verð alltaf soldið emósjónal að koma þarna, þarna var ég og lék mér í skurðum og drullu, mokaði flór og rak beljur, passaði börn og fjósaðist.

3 ummæli:

ella sagði...

Haaa breyta hvað????

Helga Lilja sagði...

það er búið að breyta nafninu úr Holtakot í Sóltún....
hrikalegt bara

ella sagði...

Djöööh.