20.8.08

á morgun fjúgum við til Minneapolis, ég og unglingarnir 2, 13 og 15 ára.
Deb, kona sem ég hef aldrei hitt en þekkt í 11 ár sækir okkur á flugvöllin og keyrir á hótelið.
Hótelið er alveg oní Mall of america sem er þægilegt fyrir unglinsstelpuna mina sem ætlar að versla fyrir fermingarpeninginn sinn.
Á föstudag ætlar Deb að koma með unglingstrák sem hún þekkir og vera með órólega búðarhatandi stráknum mínum í tívolíinu sem er inní Mallinu, á meðan get ég fylgt gelgjunni í verslanir.
Um kvöldið borðum við svo á Bubba Gump öll saman.

nú er bara að sjá hvort þetta gengur upp, aldrei að vita

1 ummæli:

ella sagði...

Spennandi.