12.8.08

Sáum grís fæðast í gær á grísagarði , það var annsi magnað að skoða þetta allt saman og aspergerunglingurinn fékk ró í sálina . Hann er bara búin að vera að þrasa um að fá að skoða svínabú í svona 4 mánuði...

það er mikið um stúss og reddingar þessa dagana, vinnan er róleg sem betur fer, núna þarf ég að fara í bankann og bóksöluna, á morgun tannlæknir og ljósrita fyrir ættarmótið,símtöl hingað og þangað, svo ætla ég að sækja um örorku fyrir drengin, það mun eflaust taka nokkra mánuði, svo er það ættarmótið, svo er það USA í næstu viku...vííí

Engin ummæli: