20.9.08

sólarhringur í lífi mínu;

kl 13 í gær var ég í vinnunni, lítið að gera en þó eitthvað tilfallandi. klukkan 16 var bjórkvöld á vinnustaðnum, ég mætti á slaginu, drakk bjór, át flatkökur og pizzur og minglaði eftir bestu getu við kollegana og svo nemana sem voru að koma frá öllum heimshornum. Kínverjanum fannst pizzurnar alger lúxusmatur en skilur ekkert í því afhverju við borðum baunaspírur og brokkólí hrátt með mat, þetta er alltaf eldað í kína og annað er bara "very bad" eins og hann sagði. Norður kóreiski maðurinn er líklega ekki vanur því að fá frítt bús og var við það að lognast út af kl hálf sex. Kl 18 fór ég til Maríu og við veltum fyrir okkur öllu þessu erfiða við skilnað og umgengisamninga og lögfræðinga og peninga. sonur hennar klifraði á mér og dansaði með Happy Feet mörgæsunum.
Kl 20 komu synir mínir 2 að sækja mig, sá eldri fór svo í bæinn og ég og sá yngri fórum heim.
Dóttirin kom og fór að gista hjá vinkonu sinni og ég horfði á hálfleiðinlega mynd á stöð 2 - ég er með stöð 2 ókeypis vegna tæknilegra vandamála-.
Kl 12 kveikti ég á tölvunni og sá þar 7 skilaboð frá elskuhuganum, m.a. skipunina " brunaðu hingað", þar sem ég var ekki mjög syfjuð stökk ég út í bíl og gerði akkúrat það. Eftir að hafa setið heima hjá honum og sötrað eitthvað görótt sull og fíflast í I photo fórum við í bæinn.
Vorum hálftíma á næsta bar, hálftíma á Ölstofunni...og fórum aftur heim kl 3.
Vöknuðum nokkrum sinnum í morgun, kl 12 fannst mér að ég yrði að drífa mig heim og gerði það þrátt fyrir að það væri okkur þvert um geð. Ég skammaðist pínulítið í honum fyrir að nenna ekki að labba með mér að bílnum, fór svo og keyrði heim kl 13.

hér heima er unglingurinn steinsofandi enn og dóttirinn eflaust sofandi líka hjá vinkonu sinni.

spurning um að fara bara að sofa líka...

Engin ummæli: