30.10.08

helvítis kreppuástandið er búið að koma mér í krónískt PMS, ég er ýmist klökk af þakklæti fyrir smáviðvik eða sjóðandi brjáluð yfir smá veseni.

( rétt í þessu kom stúlka að þakka mér fyrir hjálpina við verkefni sem hún vann, sagði að ég væri æðisleg...ég er bara með tárinn í augunum hérna)

allt þjóðfélagið er í hormónarússi og tilfinningasveiflum og ekki hægt að opna munnin án þess að eiga á hættu að segja eitthvað sem fer illa í fólk

aldrei hefði ég búist við því að fá bitur og sár komment vegna þess að ég gantaðist með að vera heppin að leigja íbúð en ekki eiga..." JAHÁ SKO ÉG VÆRI TIL Í AÐ VERA Í LEIGU NÚNA!!"

fólk hefur ekkert um að tala lengur, hver talar núna um næstu utanlandsferð eða nýjustu kaup og viðbætur á heimilið eða bílinn eða sumarbústaðinn?'
enginn

( rétt í þessu kom kollegi að leita að einhverju og mér fannst hann ekki nógu almennilegur við mig...ég er hrikalega sár)

svo dregur þetta orku úr mér, ef ég hef hingað til haft 20% af orkunni til að heimsækja fólk eða fjölskyldu eða djamma, þá er það bara 5% núna.

eða kannski er ég bara að fara byrjá túr for real

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, ekki þessar alhæfingar frænka mín, ég er sko hvorki í hormónarússi eða tilfinningasveiflum :) Bara glöð og sátt. Samt er ég partur af þjóðfélaginu - held ég.
Ella.