7.4.09

á dauða mínum hefði ég frekar átt von, en ég er víst byrjuð í ræktinni.
Of snemt að segja til um árángur enn, en þetta er ekki alveg mjög ógeðslega leiðinlegt nema sumt.
Af þeim æfingum sem búið er að prófa er það á hreinu að mér finnst langsamlega leiðinlegast að hlaupa, spinning er líklega ágætt þarf að prófa það betur, það er gaman að lyfta en sipp er alveg off allavega eins og er. palladótið er fínt og ég er til í að labba á bretti en ekki hlaupa.
svo er það mataræðið....weeellllllll...það er æði erfitt.
hvatamaðurinnn bíður spenntur eftir árangrinum, ég líka.

Engin ummæli: