19.10.11

já það er auðvitað asnalegt að skrifa ekki meira um þessa hluti mína, ég hef bara verið að hugsa um myndir af þeim.

Diskarnir (sem eru núna orðnir helmingi fleiri..) eru bara héðan og þaðan, komu í búið fyrir löngu eða keyptir á nytjamörkuðum í Reykjavík, góða hirðinum, ABC og þannig. Flottastir eru þessir 2 flottu diskar, sá vinstra meginn er austur þýskur eflaust frá ðe seventís en hinn er ómerktur, finnst samt að hann hljóti að vera breskur og eldri en ég.

Sovétstellið sem er þó nánar merkt Riga höfuðborg Lettlands kom til mín eftir nokkrum krókaleiðum; barnsfaðir minn sem ég bjó með  þegar ég var 20 ára og hóf fyrst að búa, átti aldraða frænku sem hafði unnið sem þerna á skipi í evrópu líklega á árunum 1920-1930 (þarf að athuga betur ártölin). Hún keypti sér þetta stell á ferðum sínum og þegar hún lést máttum við eiga það. Kærastinn hafði engann áhuga á stellinu þegar við hættum saman svo ég tók það bara...sonur okkar getur þá fengið það síðar ef  hann vill.

Fatið gamla er úr góða hirðinum, gúgl á þetta merki segir mér að það sé a.m. kosti 100 ára.

2 ummæli:

ella sagði...

Þetta líkar mér :).

baun sagði...

Gaman að rekast á nýtt dótablogg. Mér finnst Sovétstellið þitt rosalega flott!